Innlent

Tómatar í Bandaríkjunum ekki lengur grunaðir um salmonellu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur gefið út yfirlýsingu um að nú sé á ný óhætt fyrir Bandaríkjamenn að neyta tómata sem seldir eru þar í landi.

Eins og Bylgjan greindi frá í lok júní var óttast að salmonellufaraldur í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna mætti rekja til tómata frá Flórída og Mexíkó. Um það bil tólfhundruð og tuttugu manns sýktust af salmonellu og lögðust tvöhundruðtuttugu og fjórir inn á sjúkrahús illa haldnir.

Tómatarnir liggja nú ekki lengur undir grun heldur hefur matvælaeftirlitið beint sjónum sínum að halapenjó og serranó pipar frá Mexíkó. Eldra fólki og ofnæmissjúklingum er ráðlagt að forðast þessar matvörur uns eftirlitið gefur út fyrirmæli um annað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×