Lífið

Bóksala byrjar með látum þetta árið

Egill Örn og Jóhann Páll Valdimarsson eru kátir og mega vera það – bóksala hefst með látum þetta árið.
Egill Örn og Jóhann Páll Valdimarsson eru kátir og mega vera það – bóksala hefst með látum þetta árið.

„Já, það verður að teljast afar sérstakt að við séum að setja af stað endurprentanir á þó nokkrum titlum fyrir þessi mánaðamót,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Bóksala hefur farið af stað með miklum látum nú í aðdraganda jóla og umfram væntingar. Þannig eru Forlagsmenn að panta aðra prentun bóka Stefáns Mána, Auðar Jónsdóttur, Gerðar Kristnýjar og fleiri höfunda. „Almennt hefur það heyrt til algjörra undantekninga að bækur séu endurprentaðar á þessum tíma, og satt að segja eru menn iðulega jafnvel enn að frumprenta. En bókavertíðin fer vel af stað, framar vonum, þannig að við erum auðvitað ánægð, þó svo langmestur hluti sölunnar sé auðvitað eftir,” segir Egill.

Þegar Fréttablaðið náði tali af Agli seinnipartinn í gær var hann að búa sig undir jólaboð útgáfufyrirtækisins og ljóst að þessi tíðindi eru ekki til að slá á þá gleði sem ávallt er þar við völd. Fyrstu upplög bóka eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins yfirleitt á bilinu 1.500 og upp í 2.500 eintök, og má því telja að það allt, eða megnið af því, sé þegar selt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.