Innlent

Guðbjartur þingmaður ræður sér aðstoðarkonu

Guðrún Vala Elísdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar þingmanns.
Guðrún Vala Elísdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar þingmanns.

Guðrún Vala Elísdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar þingmanns. Guðrún Vala er búsett í Borgarnesi en ólst upp í Dölunum. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1987, BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1995, Bed próf frá Kennaraháskóla Íslands 1996, Diploma Ed í stjórnun 2001 og Diploma Ed í sérkennslufræðum 2004 frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands.

Hún stundar nám á meistarastigi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Guðrún Vala hefur starfað hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi frá 2006, þar sem hún sinnir náms- og starfsráðgjöf við fullorðna, stýrir verkefnum og kennir í fullorðinsfræðslu. Hún starfaði um árabil við Grunnskólann í Borgarnesi sem sérkennari og deildarstjóri sérkennslu og var skólastjóri í Laugargerðisskóla veturinn 1998-1999.

Frá 1995 hefur Guðrún Vala verið fréttaritari Morgunblaðins og greinahöfundur. Hún er ritari í stjórn ,,Okkar manna" félags fréttaritara. Hún var fulltrúi nemenda í námsnefnd í framhaldsdeild KHÍ 2003-04 og fulltrúi nemenda í deildarráði framhaldsdeildar KHÍ 2004.

Hún er formaður Félags íslenskra sérkennara, formaður og stofnandi Félags áhugafólks um margmenningu í Borgarfirði og var í stjórn Samfylkingarfélags Borgarfjarðar. Hún sat á síðasta kjörtímabili í félagsmálanefnd Borgarbyggðar og var jafnréttisfulltrúi nefndarinnar auk þess að sitja í barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.

Hún var ennfremur stjórnarformaður Safnahúss Borgarfjarðar 2002-06. Guðrún Vala hefur mikinn áhuga á fullorðinsfræðslu, innflytjendamálum og jafnéttismálum. Eiginmaður Guðrúnar Völu er Gylfi Árnason útibústjóri Kaupþings í Borgarnesi. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×