Innlent

Ekkert amar að Ítalanum á Breiðamerkurjökli

Nú er komið í ljós að ekkert amar að ítalska ferðamanninum sem óttast var um á Breiðamerkurjökli í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var send á staðinn en henni hefur verið snúið við.

Maðurinn nýtur nú aðstoðar björgunarsveitarinnar á Höfn í Hornafirði við að komast yfir á eina sem er á leið hans en annars er allt í lagi hjá honum. Óljóst er hvað olli því að neyðarsendir sem maðurinn var með á sér fór að senda út merki sem olli því að gripið var til björgunaraðgerða.

Að sögn lögreglunnar á Höfn mun annað hvort vera um bilun í sendinum að ræða eða mannleg mistök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×