Innlent

Úrskurðaðar í varðhald vegna Þorlákshafnarárásar

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglunnar á Selfossi að tvær konur, sem taldar eru tengjast alvarlegri líkamsárás í Þorlákshöfn aðfaranótt sunnudags, skuli sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Konurnar voru úrskurðaðar í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Í gærkvöld úrskurðaði Héraðsdómur þrjá í varðhald vegna málsins, eina konu og tvo karla. Þau sitja einnig í haldi fram á föstudag. Fórnarlambið í árásinni var stungið og skorið með lagvopni en áverkarnir voru ekki lífshættulegir. Hins vegar er talið að þolandinn hafi verið í bráðri hættu á meðan á átökunum stóð, því hæglega hefði getað farið verr.

Bæði fórnarlambið og árásarmennirnir eru pólskir ríkisborgarar, búsettir í Þorlákshöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×