Enski boltinn

Makelele hjá Chelsea til 2010

Elvar Geir Magnússon skrifar
Búist var við að Makelele færi heim til Frakklands en hann verður hjá Chelsea til 2010.
Búist var við að Makelele færi heim til Frakklands en hann verður hjá Chelsea til 2010.

Claude Makelele verður áfram hjá Chelsea til ársins 2010. Hann hefur skrifað undir nýjan samning en Luis Felipe Scolari vildi halda þessum 35 ára leikmanni.

Makelele lagði landsliðsskóna á hilluna eftir að Frakkland féll úr leik á Evrópumótinu og mun því alfarið einbeita sér að Chelsea.

Makelele þótti hafa dalað mikið á síðasta tímabili og verður því fróðlegt að sjá hann á því næsta.

Hann hefur leikið 144 leiki fyrir Chelsea síðan hann kom frá Real Madrid árið 2003.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×