Innlent

Heppinn Skagamaður vann launahækkun

Þótt lánið leiki ekki við Skagamenn í fótboltanum þetta sumarið datt þó einn heimamaður í lukkupottinn á dögunum þegar hann hlaut hæsta vinning Launamiðans, sem er einn skafmiða Happaþrennu Happdrættis Háskóla Íslands.

Þegar skafið hafði verið af öllum reitum kom í ljós að hinn heppni hafði unnið 100 þúsund krónur á mánuði - í 10 ár. Miðinn var keyptur í Shell-skálanum á Akranesi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HHÍ.

Frá upphafi hafa sjö heppnir Íslendingar fengið hæsta vinning Launamiðans. Júlí virðist annars ætla að verða happadrjúgur fyrir skafara, en sjö manns hafa þegar unnið 100 þúsund króna vinning þennan mánuðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×