Innlent

Íbúðalánasjóður samræmist ekki reglum EES

SB skrifar
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Fjármálafyrirtækja. Vill ekki að ríkið standi í lánveitingum á samkeppnismarkaði.
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Fjármálafyrirtækja. Vill ekki að ríkið standi í lánveitingum á samkeppnismarkaði.

Eftirlitsstofnun ESA segir að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi gegn ríkisstyrkjareglum EES samningsins. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, óeðlilegt á samkeppnismarkaði að ríkissjóður standi í almennum lánsveitingum.

"Þetta mál snýst um að ríkið hefur rekið Íbúðalánasjóð til margra ára og það er óeðlilegt á samkeppnismarkaði að ríkissjóður sjái um almennar lánveitingar. Hlutverk ríkissins ætti að beinast að félagslegum úrræðum.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gefið úr bráðabyrgðarniðursstöðu í rannsókn sinni á Íbúðalánasjóði sem Samtök Fjármálafyrirtækja eru aðilar að. Samtökin senda niðurstöður ESA út í fréttatilkyningu. Þar segir að:

"...ESA leggur áherslu á að skilið sé á milli almennra lána og félagslegra, þar sem einungis lánveitingar sem falla undir síðari flokkinn geti talist lögmætur ríkisstyrkur í skilningi EES-samningsins.

Nýverið kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til að styrkja Íbúðalánasjóð sem meðal annars lánar nú bönkunum pening til að fjármagna skammtímalán. Bankarnir hafa lengi talað fyrir því að leggja Íbúðalánasjóð niður. Spurður hvort ekki sé full þörf á sjóðnum miðað við stöðuna í dag segir Guðjón að þetta ástand vari ekki að eilífu.

"Þetta er ekki eðlilegt fyrirkomulag til framtíðar. Sjóðurinn á að sinna félagslegu hlutverki, lánveitingum til þeirra sem eiga ekki kost á öðru."

Úrskurður ESA er ekki bindandi heldur er þetta bráðabyrgðarniðurstaða eða skoðun. Guðjón segir að nú haldi málið áfram en hann viti ekki hve langan tíma það tekur að nást niðurstaða. Málið hafi þegar verið mörg ár í kerfinu.

"Stjórnvöld tilkynntu reyndar fyrir nokkru að þau hyggist vinna að breytingum í takt við áherslur ESA. Þá eru þau einmitt að tala um það - að skilja á millri almennra lánastarfsemi og félagslegar. Sem er það sem við viljum," segir Guðjón.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×