Innlent

Stórtækur hnuplari í Smáralind dæmdur

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Róbert

Tvítugur maður, sem kom til landsins fyrir örfáum dögum, hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir umfangsmikið búðarhnupl í Smáralind.

Hann var staðinn að hnuplinu um helgina og reyndist andvirði varningsins sem hann tók yfir tvö hundruð þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brot sín hjá lögreglu og varningnum var skilað. Í kjölfar skýrslutöku var gefin út ákæra á hendur manninum og héraðsdómari gerði honum refsingu er nam eins mánaða skilorðsbundnu fangelsi sem fyrr segir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×