Innlent

Hæstiréttur úrskurðar Þorstein Kragh áfram í sex vikna gæsluvarðhald

Þorsteinn Kragh.
Þorsteinn Kragh.

Hæstiréttur úrskurðaði í dag að Þorsteinn Kragh skuli sitja áfram í gæsluvarðhaldi næstu sex vikurnar vegna rannsóknarhagsmuna. Þorsteinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun júlí, grunaður um aðild að stóra hassmálinu svokallaða.

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Þorsteini rann út á miðvikudag og hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu lögreglunnar um lengra gæsluvarðhald. Lögreglan kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar og var úrskurðinum snúið við í Hæstarétti. Þorsteinn skal því sitja áfram í varðhaldi.

Forsaga málsins er sú að tollur og lögregla lögðu hald á um 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni í húsbíl aldraðs Hollendings sem kom til landsins með Norrænu 10. júní síðastliðinn. Sá hollenski hefur setið í varðhaldi frá þeim tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×