Innlent

Í steininn í tvo mánuði fyrir ítrekaðan ölvunar- og fíkniefnaakstur

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunar- og fíkniefnaakstur og akstur án ökuréttinda.

Maðurinn var stöðvaður í tvígang í mars og apríl, annars vegar undir áhrifum fíkniefna og hins vegar áfengis. Hann lét sér hins vegar ekki segjast og var í maí og júní gripinn við akstur án þess að vera með ökuskírteini.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og var tekið tillit til þess. Í ljósi þess að hann hafði áður komist í kast við lögin og nýlega fengið dóm var honum dæmdur hegningarauki nú. Þá var hann sektaður um 330 þúsund krónur fyrir brotin og sviptur ökurétti ævilangt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×