Innlent

Fær martraðir út af fótamissi

SB skrifar
Cheryl Risse. Fær martraðir þegar lest ekur framhjá.
Cheryl Risse. Fær martraðir þegar lest ekur framhjá.
Bandarísk kona missti báða fæturna þegar hún varð undir lest segist fá stanslausar martraðir og hroll í hvert skipti sem hún heyrir lest keyra framhjá.

Konan sem heitir, Cheryl Risse, var úti að skokka með I-pod í eyranu þegar hún ákvað að hlaupa yfir lestarteina. Hún heyrði ekki í lestinni sem skar í sundur báða fætur hennar. Cheryl tókst að skríða að vegarkanti og varð það henni til lífs að hún beindi stubbunum upp í loftið og minnkaði þannig blóðflæðið til þeirra.

Í dag er líf Cheryl samfelld þjáning. Bandaríska dagblaðið Miami Herald birtir viðtal við Cheryl. Hún segist þurfa að skríða á baðherbergið því tryggingarnar borgi ekki búnað til að komast milli herbergja.

"Ég er ánægð að vera á lífi," segir hún grátandi. "En mér líður ekki vel.

Cheyril segist endrum og eins fá hræðilegar martraðir. "Flestir taka ekki eftir lestunum en ég fæ hroll í hvert skipti sem lest ekur framhjá."

Cheryl stendur í strangri baráttu við tryggingarfyrirtæki og hið opinbera. Hún berst fyrir því að skilti verði sett upp hjá lestarteinunum til að vara fólk við því að hlaupa yfir þá. Því er spáð að málaferli hennar geti tekið mörg ár.

Draumur Cheryl er að fá það góða gervifætur að hún eigi í engum vandræðum með að standa við hlið manns síns á altarinu þegar þar að kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×