Innlent

Hefði ekki farið á Ólympíuleikana sem ráðherra

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ögmundur Jónasson er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Ögmundur Jónasson er þingflokksformaður Vinstri grænna.

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að væri hann menntamálaráðherra hefði hann ekki farið á Ólympíuleikana í Kína sem hefjast á morgun.

,,Ég hefði ekki farið ef ég væri menntamálaráðherra. Þar með er ég ekki að segja að íslenskur ráðherra eða íslenskur forseti eigi ekki að fara til Kína en í þessu samhengi eiga menn að halda sig heima og láta íþróttafólkið okkar fara til Kína," segir Ögmundur og bætir við að málið snúið um samhengi og hvernig heimsóknir ráðamanna eins og þessa eru túlkaðar.

,,Heimurinn horfir mjög til þess hvaða merkjasendingar þjóðir gefa á leikunum og það gera allir sér grein fyrir því að þrátt fyrir að við styðjum Ólmpíuleikana og sendum þangað keppnisfólk viljum við ekki á nokkurn hátt blessa mannréttindabrjóta," segir Ögmundur.

Ögmundur segir að hann sé ekki að gefa skyn að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson styðji mannréttindabrot. ,,Aftur á móti er mjög stutt í það að heimsóknir af þessu tagi séu notaðar til að réttlæta afstöðu þeirra sem völdin hafa."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×