Innlent

„Ég er búinn að bíða eftir þessu“

Ásmundur Jóhannsson
Ásmundur Jóhannsson

„Ég er nú ekki í handjárnum," segir Ásmundur Jóhannsson kvótalausi sjómaðurinn í Sandgerði þegar Vísir náði af honum tali fyrir stundu. Menn frá Landhelgisgæslunni eru komnir um borð í bátnum hjá honum og siglir hann nú í land. Ásmundur segist ekki hafa boðið þeim upp á kaffi en hann hafi veitt um 600-700 kíló í morgun.

„Ég er búinn að vera að róa hér fjölda róðra í óleyfi. Nú viðgengst þetta óleyfi ekki lengur hjá stjórnvöldum sem er eðlilegt," segir Ásmundur en menn frá Landhelgisgæslunni komu á lítilli gúmmítuðru upp að bátnum hjá honum fyrir stundu.

„Ég sló bara af og hleypti þeim um borð. Ég er búinn að bíða eftir þessu síðan ég byrjaði að róa svo þeir leggi fram kæru. Þá verður hægt að taka málið fyrir á breiðum grundvelli," segir Ásmundur.

„Þeir eru hérna um borð núna strákarnir og við höfum verið að spjalla saman."

Búinn að bjóða þeim kaffi?

„Nei ég hef ekkert kaffi til þess að bjóða þeim, annars hefði ég gert það."




Tengdar fréttir

Kvótalausi sjómaðurinn aftur til veiða

Landhelgisgæslan reyndi fyrr í dag að hafa samband við sjómanninn Ásmund Jóhannsson frá Sandgerði sem aftur hefur haldið til veiða kvótalaus.

Kvótalausi sjómaðurinn veiddi 750 kíló

„Ég er að leggja að bryggju hérna í Sandgerði en hef ekki séð „pólitíið" ennþá. Ég geri samt ráð fyrir að þeir láti sig ekki vanta eins og vanalega," segir Ásmundur Jóhannsson kvótalaus sjómaður sem fór til veiða í dag. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Landhelgisgæslan hefði reynt að ná sambandi við Ásmund sem var við veiðar út af Garðskaga en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×