Lífið

Britney Spears leikur lesbískt drápskvendi

Söngkonan Britney Spears mun taka að sér hlutverk í endurgerð leikstjórans Quentins Tarantino á költ-myndinni Faster Pussycat Kill! Kill! Leikstjórinn sérvaldi Spears í hlutverk lesbíska drápskvendisins Vörlu, sem hin íturvaxna Tura Satana fór með í upprunalegri útgáfu myndarinnar.

Myndin fylgir þremur strippurum eftir á blóðugu ferðalagi þeirra um eyðimörkina, þar sem persóna Britney myrðir meðal annars mann með berum höndum. Þá mun söngkonan einnig leika í ástaratriðum með öðrum kvenpersónum myndarinnar.

Tarantino hefur enn ekki valið í hlutverk hinna fatafellanna. Hann taldi hinsvegar að Britney væri fullkomin í hlutverk Vörlu. Haft er eftir vinum söngkonunnar að hún sé í skýjunum yfir tilboðinu, og voni að hlutverkið muni koma henni aftur á kortið.

Leikstjórinn hefur bjargað dalandi ferli nokkurra leikara. Til að mynda Johns Travolta, sem skaust aftur upp á stjörnuhimininn eftir leik sinn í Pulp Fiction. Afrek Spears á hvíta tjaldinu eru takmörkuð. Hún nældi sér þó í tvenn verðlaun fyrir mynd sína frá árinu 2002, Crossroads. Eitt fyrir verstan leik í aðalhlutverki og eitt fyrir versta titillagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.