Innlent

Fékk bjórtappa í augað

Maður hlaut alvarlegan augnskaða þegar hann var að opna bjórflösku í gær og tappinn hrökk í auga hans. Þetta gerðis tskammt frá Laugaási í Biskupstungum og mat læknir áverkan svo, að maðurinn þyrfti hið bráðasta að komast á sjúkrahús.

Var því kallað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flutti hann til Reykjavíkur og var hann lagður inn á Landsspítalann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×