Innlent

Landhelgisgæslan siglir kvótalausa sjómanninum í land

Breki Logason skrifar
Ásmundur Jóhannsson
Ásmundur Jóhannsson

Ásmundur Jóhannsson kvótalausi sjómaðurinn úr Sandgerði, sem hefur verið að mótmæla undanfarið er á leið í land í fylgd Landhelgisgæslunnar. Ásmundur fór enn eina ferðina til veiða í morgun en Landhelgisgæslan er nú komin um borð og siglir bátnum hans í land. Þetta er í fyrsta skipti sem farið eru um borð hjá Ásmundi.

Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins segir í samtali við Vísi að um klukkustund sé í að Ásmundur komi í land. „Hann hringdi í mig áðan og sagði að búið væri að hertaka skipið," segir Grétar sem er einnig sandgerðingur eins og Ásmundur.

„Ég veit nú ekki hvort þeir eru með hann í járnum en þeir eru allavega komnir um borð í bátinn og eru að sigla honum í land, sjálfsagt í hans óþökk. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir fara um borð hjá honum. Hingað til hafa þeir bara rekið hann í land með talstöð og síma, en eru nú bersýnilega farnir að herða tökin."

Ásmundur hefur farið til veiða undanfarið án kvóta og hefur lögregla haft afskipti af honum nokkrum sinnum. Í gær veiddi hann um 750 kíló af þorski.






Tengdar fréttir

Kvótalausi sjómaðurinn aftur til veiða

Landhelgisgæslan reyndi fyrr í dag að hafa samband við sjómanninn Ásmund Jóhannsson frá Sandgerði sem aftur hefur haldið til veiða kvótalaus.

Kvótalausi sjómaðurinn veiddi 750 kíló

„Ég er að leggja að bryggju hérna í Sandgerði en hef ekki séð „pólitíið" ennþá. Ég geri samt ráð fyrir að þeir láti sig ekki vanta eins og vanalega," segir Ásmundur Jóhannsson kvótalaus sjómaður sem fór til veiða í dag. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Landhelgisgæslan hefði reynt að ná sambandi við Ásmund sem var við veiðar út af Garðskaga en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×