Innlent

Vopnað rán í Skólavörubúðinni

sev skrifar
MYND/Frikki Þór
„Það er óhuggulegt að svona gerist, sérstaklega þegar markhópur verslunarinnar eru foreldrar og börn," segir Elfa Hannesdóttir, deildarstjóri verslunarsviðs Skólavörubúðarinnar. Vopnað ráð var framið í versluninni við Smiðjusveg laust fyrir þrjú í dag.

Elfa segir þrjá menn um þrítugt hafa komið inn í búðina í morgun, greinilega til að kanna aðstæður. Þeir buðu ekki af sér góðan þokka og starfsfólk fylgdist því vel með þeim. Laust fyrir þrjú tók starfsstúlka eftir því að tveir mannanna voru komnir aftur, og voru að bisa við það að skera í sundur lás á fartölvu í búðinni. Þegar stúlkan nálgaðist mennina slógu þeir til hennar og ógnuðu henni með dúkahníf. Að því búnu hurfu þeir á brott með tölvuna.



Lögreglumenn á vettvangi ránsins.MYND/Frikki Þór
„Mönnum er að sjálfsögðu brugðið, það er ekki spurning. Þetta er ekki það sem maður á von á," segir Elva. Hún segir starfsstúlkuna þó bera sig vel, enda sé þar ofurkona á ferð. Það er skammt stórra högga á milli hjá versluninni. Innbrot var framið þar aðfaranótt sunnudags. Þá brutu þjófarnir upp glerskáp og höfðu á brott með sér myndavélar.



Mannanna er enn leitað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×