Enski boltinn

Adebayor ekki á förum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor.

Emmanuel Adebayor er ekki á leið frá Arsenal en þetta tilkynnti hann í hádeginu. Þar með er öllum vangaveltum um að hann sé á leið til AC Milan lokið.

Adebayor skoraði 30 mörk í 48 leikjum fyrir Arsenal á síðasta tímabili. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal.

Umboðsmaður Adebayor sagði í gær að yfirgnæfandi líkur væru á því að leikmaðurinn væri á förum en nú hefur annað komið í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×