Erlent

Rannsókn lögreglu komin af fótum fram

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/KGW

Fjórði mannsfóturinn rak á land á lítilli eyju nálægt Vancouver á Kyrrahafsströnd Kanada á fimmtudaginn. Lögregla stendur ráðþrota gagnvart fótunum fjórum en hinir fyrstu þrír sem fundust voru allir hægri fætur íklæddir strigaskóm.

Sá nýfundni var einnig í skónum en ekki hefur fengist gefið upp hvort þar fer enn einn hægri fóturinn eða hvort hann var vinstra megin á eiganda sínum.

Tíu mánuðir eru frá því að fyrsti fóturinn fannst sjórekinn á eyju en hver fótur hefur fundist á sinni eyjunni fram að þessu. Rannsóknir á erfðaefni í líkamshlutunum hafa ekki dugað til að tengja fæturna við horfna einstaklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×