Innlent

Ögmundur sextugur

Óli Tynes skrifar

Það steðjaði margt góðra gesta í sextugsafmæli Ögmundar Jónassonar alþingismanns og formanns BSRB, sem hófst klukkan fimm í dag.

Það þekkja allir Ögmund Jónasson. Hann hefur enda verið almannaeign allt frá árinu 1978 þegar hann gerðist fréttamaður útvarpsins og síðan sjónvarpsins árið 1978.

Svo varð hann formaður BSRB árið 1988 og alþingismaður árið 1995. Já, það þekkja allir Ögmund.

Sumir elska hann og sumir elska að hata hann. En það var ekkert annað en elskan sem ríkti þegar gestirnir þyrptust í sextugsafmæli hans í dag.

Þar mátti sjá bæði samherja og pólitíska andstæðinga. Forseta fyrrverandi og núverandi, forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra, alþingismenn og fleiri og fleiri.

Ögmundur á góða nágranna við Grímshagann þar sem hann býr og leyfðu honum ljúflega að loka litlu götunni þeirra með stórum tjaldhimni, undir hverjum gestirnir söfnuðust saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×