Innlent

Forsætisráðherra höggvi á löggæsluhnút

Opinn borgarafundur, sem haldinn var á Ránni í Reykjanesbæ í gærkvöldi, skorar á forsætisráðherra, Geir H. Haarde, að höggva á þann hnút og deilur sem nú eru uppi um lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum.

Fundurinn telur að ekki sé skynsamlegt að hrapa að breytingum og uppstokkun á embættinu því sameinað lögreglu- og tollstjóraembætti hefur náð miklum árangri.

Það voru þingmenn Framsóknarflokksins þeir Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson sem boðuðu til fundarins. Tæplega 100 manns mættu þar á meðal embættismenn úr löggæslunni og tollinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×