Lífið

Bloc Party með nýja plötu á fimmtudag

SHA skrifar
Hljómsveitin Bloc Party spilaði á Iceland Airwaves hátíðinni í fyrra.
Hljómsveitin Bloc Party spilaði á Iceland Airwaves hátíðinni í fyrra.

Hljómsveitin Bloc Party hefur loksins gefið það út hvenær næsta breiðskífa hennar kemur út. Fyrirvarinn er ekki mikill því platan kemur út á fimmtudag.

Feta Íslandsvinirnir í Bloc Party þar með í fótspor sveita á borð við Radiohead, Sigur Rós og Girl Talk sem, nánast upp úr þurru, gefa fyrst út plötur sínar á netinu en seinna á efnislegu formi.

Platan mun bera nafnið Intimacy og verður í fyrstu eingöngu fáanleg á heimasíðu sveitarinnar, blocparty.com, á mp3-formi. Geisladiskurinn verðu síðan fáanlegur í lok október.

Þrjú verð verða í gangi fyrir plötuna. Platan á Mp3 formi kostar fimm pund, geisladiskurinn átta og bæði saman kostar tíu pund.

Fyrir óþreyjufulla verður hægt að hlusta á lag af Intimacy á vefsíðu NME-tímaritsins í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.