Erlent

Segja N - Kóreumenn hafa aðstoðað Sýrlendinga

Maður liggur særður eftir sprengju. Mynd/ AFP.
Maður liggur særður eftir sprengju. Mynd/ AFP.

Bandaríska leyniþjónustan segist hafa heimildir fyrir því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi aðstoðað Sýrlendinga við að koma sér upp aðstöðu til að framleiða kjarnorkuvopn.

Ísraelskar hersveitir gerðu loftárásir á bygginguna í september í fyrra en ísraelsk og bandarísk stjórnvöld hafa hingað til ekki viljað segja til um hvert skotmarkið var. Sendiherra Sýrlands í Bandaríkjunum vísar þessu á bug og segir Sýrlendinga engar tilraunir hafa gert til að koma sér upp kjarnorkuvopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×