Lífið

Snúruflækjurnar úr sögunni

Til eru  margar útgáfur af Magneat, og sífellt er verið að hanna nýjar.
Til eru margar útgáfur af Magneat, og sífellt er verið að hanna nýjar.

„Magneat er lítil græja sem er hugsuð til að halda utan um snúrur á heyrnartólum fyrir iPoda, mp3-spilara, farsíma og allt þetta sem fólk er að nota í dag,“ segir Pétur Guðmundsson hönnuður. „Þetta er segull sem þú vindur snúrunni upp á og smellir svo á þig græjunni. Snúruflækjur eru úr sögunni.“ Pétur segir Magneat vera sniðuga lausn á vandamáli sem margir glími við. Snúrur séu hannaðar fyrir þá stærstu og þvælist því fyrir þeim sem minni eru.

Auk Péturs eiga þeir Ísak Winther og Daði Agnarsson heiðurinn að Magneat. Þeir reka saman fyrirtækið Preggioni, sem einbeitir sér um þessar mundir aðallega að Magneat. Að sögn Péturs hefur það tekið þá félaga um tvö ár að hanna og láta framleiða vöruna, sem er hægt að fá í mörgum útgáfum.

Magneat kom á markaðinn í byrjun október og hefur rokselst, bæði í verslunum hér á landi og einnig til útlanda í gegnum vefverslun á heimasíðunni magneat.com. „Við höfum verið að fá ansi góða umfjöllun úti í heimi,“ segir Pétur, en á næstunni verður farið að selja Magneat í verslunum víðs vegar um heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.