Enski boltinn

Benayoun vill ekki fara

Elvar Geir Magnússon skrifar
Benayoun er ánægður á Anfield.
Benayoun er ánægður á Anfield.

Yossi Benayoun vill vera áfram hjá Liverpool en hann hefur verið orðaður við Portsmouth. Harry Redknapp hefur viðurkennt áhuga sinn á að fá leikmanninn en þá er einnig talið að Manchester City sé að skoða málin.

Benayoun átti ekki fast sæti í liði Liverpool á síðasta tímabili eftir að hafa komið frá West Ham.

„Ég veit að önnur lið hafa áhuga á mér en mér líður vel hjá Liverpool og vil vera hér út ferilinn. Það er alltaf mögnuð stund að ganga út á Anfield og heyra stuðningsmennina syngja," segir Benayoun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×