Erlent

Hátt í 40 þúsund látnir í Sichuan-héraði

Ma Yuanjiang var bjargað úr rústum í Sichuan í morgun.
Ma Yuanjiang var bjargað úr rústum í Sichuan í morgun. MYND/AP

Yfirvöld í Sichuan-héraði greindu frá því í morgun að 39.500 mann væru nú látnir eftir jarðskjálftann í héraðinu í síðustu viku.

Inni í þessari tölu er ekki mannfall í nærliggjandi héruðum en skjálftinn, sem var 7,9 á Richter, olli gríðarlegu tjóni á stóru svæði. Yfirvöld búast við að tala látinna geti farið upp í 70 þúsund því tuga þúsunda er enn saknað þar sem þeir liggja undir rústum húsa.

Ekki virðist öll von úti um að finna fleiri á lífi því kínverskir ríkisfjölmiðlar greindu frá því í dag að karlmaður hefði fundist í rústum nærri skjálftamiðjunni, átta dögum eftir skjálftann. Aukinnar reiði gætir nú meðal íbúa í Sichuan-héraði með það hvernig skólar í héraðinu hrundu en mikill fjöldi barna er sagður grafinn undir rústum vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×