Þríbrotinn með marið lunga eftir fall úr leiktæki Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. júlí 2008 14:57 „Okkur var sagt þarna að við værum öruggari í garðinum en í rútunni á leiðinni heim en það var nú ekki alveg rétt," segir Hafsteinn G. Hauksson sem nef-, handleggs- og rifbeinsbrotnaði þegar hann féll úr leiktæki í Adrenalíngarðinum á Nesjavöllum í gærkvöldi. Auk brotanna marðist lunga í Hafsteini og hann finnur til eymsla víða um líkamann. „Ég fer þarna í leiktæki sem heitir Fljúgandi íkorninn og það sem gerist er að öryggisbúnaðurinn sem heldur mér uppi brestur," segir Hafsteinn. Umrætt tæki virkar þannig að fólk er híft upp í nokkurra metra hæð í talíu þar sem það svo hangir og snýst í hringi. Hafsteinn segir að svo virðist sem vír sem talíurnar hanga í hafi gefið sig. Hann áætlar að fall hans hafi verið rúmir fimm metrar niður á grasflöt og var höggið töluvert. „Ég fann sársauka um allan líkamann, mest í brjóstinu, en átta mig annars ekki nákvæmlega á því hvernig ég lenti," útskýrir Hafsteinn. Lögregla var ekki kvödd til en Hafsteini var komið á sjúkrahús af starfsmönnum Adrenalíngarðsins „Starfsmönnunum leist ekki á verkina sem ég hafði svo einn þeirra keyrði mig í bæinn og á slysadeild," segir Hafsteinn. Hann hafði samband við lögreglu höfuðborgarsvæðisins og hefur verið boðaður þangað í skýrslutöku á mánudaginn. „Þegar manni er tilkynnt að maður sé alveg öruggur en þríbrotnar svo og merst á lunga skoðar maður eðlilega þá möguleika sem maður hefur til að fá einhverjar bætur," segir Hafsteinn. Hann segist ekki hafa haft samband við starfsmenn Adrenalíngarðsins eftir atvikið en móðir hans hafi hins vegar rætt við þá. Einnig hafi fyrirsvarsmenn garðsins heimsótt hann á spítalann og þar látið þau orð falla að vilji þeirra stæði til að greiða sjúkrakostnað Hafsteins. Ekki náðist samband við starfsfólk eða skrifstofu Adrenalíngarðsins við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
„Okkur var sagt þarna að við værum öruggari í garðinum en í rútunni á leiðinni heim en það var nú ekki alveg rétt," segir Hafsteinn G. Hauksson sem nef-, handleggs- og rifbeinsbrotnaði þegar hann féll úr leiktæki í Adrenalíngarðinum á Nesjavöllum í gærkvöldi. Auk brotanna marðist lunga í Hafsteini og hann finnur til eymsla víða um líkamann. „Ég fer þarna í leiktæki sem heitir Fljúgandi íkorninn og það sem gerist er að öryggisbúnaðurinn sem heldur mér uppi brestur," segir Hafsteinn. Umrætt tæki virkar þannig að fólk er híft upp í nokkurra metra hæð í talíu þar sem það svo hangir og snýst í hringi. Hafsteinn segir að svo virðist sem vír sem talíurnar hanga í hafi gefið sig. Hann áætlar að fall hans hafi verið rúmir fimm metrar niður á grasflöt og var höggið töluvert. „Ég fann sársauka um allan líkamann, mest í brjóstinu, en átta mig annars ekki nákvæmlega á því hvernig ég lenti," útskýrir Hafsteinn. Lögregla var ekki kvödd til en Hafsteini var komið á sjúkrahús af starfsmönnum Adrenalíngarðsins „Starfsmönnunum leist ekki á verkina sem ég hafði svo einn þeirra keyrði mig í bæinn og á slysadeild," segir Hafsteinn. Hann hafði samband við lögreglu höfuðborgarsvæðisins og hefur verið boðaður þangað í skýrslutöku á mánudaginn. „Þegar manni er tilkynnt að maður sé alveg öruggur en þríbrotnar svo og merst á lunga skoðar maður eðlilega þá möguleika sem maður hefur til að fá einhverjar bætur," segir Hafsteinn. Hann segist ekki hafa haft samband við starfsmenn Adrenalíngarðsins eftir atvikið en móðir hans hafi hins vegar rætt við þá. Einnig hafi fyrirsvarsmenn garðsins heimsótt hann á spítalann og þar látið þau orð falla að vilji þeirra stæði til að greiða sjúkrakostnað Hafsteins. Ekki náðist samband við starfsfólk eða skrifstofu Adrenalíngarðsins við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira