Erlent

Sprengjuhótunin í Ballerup reyndist vera gabb

Sprengjuhótunin við hótel í Ballerup á Sjálandi í morgun reyndist vera gabb.

Pakkinn sem fannst á hótelinu innihélt ekki sprengiefni og því hefur gestum hótelsins verið hleypt aftur inn á herbergi sín og gatan fyrir framan hótelið hefur verið opnuð aftur fyrir umferð.

Þetta er í annað sinn sem hótelið er rýmt á hálfu áru en svipað var upp á teningunum í október á síðasta ári. Þá reyndist einnig um gabb að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×