Innlent

Leystu upp fíkniefnapartí á Selfossi

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. MYND/E.Ól

Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær fíkniefnapartí í húsi á Selfossi.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að ákveðið hafi verið að ráðast til inngöngu þar sem þegar hafi legið fyrir sterkur grunur um að innandyra væru vörsluð fíkniefni. Í húsinu voru ásamt húsráðanda tveir karlmenn og ein kona. Við leit fundust tól til fíkniefnaneyslu auk þess sem á einum karlmannanna fannst amfetamín. Fólkið var sýnilega undir áhrifum fíkniefna að sögn lögreglu.

Málið er í rannsókn og mun að henni lokinni verða sent til ákæruvalds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×