Erlent

Svörtu ekkjurnar dæmdar

Olga Rutterscmidt og Helen Gulay
Olga Rutterscmidt og Helen Gulay

75 ára gömul kona var í dag dæmd fyrir morð á heimilislausum manni í Los Angeles. Þetta er annað morðið sem konan er dæmd fyrir en hún og samverka kona hennar eru kallaðar svörtu ekkjurnar í bandaríksum fjölmiðlum.

Konurnar heita Olga Rutterscmidt og Helen Gulay en þær hafa nú verið dæmdar fyrir tvö morð og jafnmargar tilraunir tilþess að svíkja út lífeyrisgreiðslur beggja fórnarlamba sinna.

Bæði fórnalömbin voru heimilislausir menn sem konurnar tóku inn á heimili sitt og hýstu í meira en tvö ár. Þær líftryggðu þá svo báðu fyrir háar fjárhæðir eingöngu til þess að myrða þá og svíkja svo út tryggingarnar.

Mennirnar hétu Paul Vados, 73 ára og Kenneth McDavid 50 ára. Þær Rutterschmidt og Gulay drápu þá með því að keyra yfir þá á bíl sínum.

Þær fá báðar lífstíðarfangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×