Hugmyndin um LSH sem opinbert hlutafélag þarf ekki að vera best 21. apríl 2008 16:05 MYND/Vilhelm Sú hugmynd að breyta Landspítalanum í opinbert hlutafélag þarf ekki endilega að vera sú besta en menn verða að skoða hlutina fordómalaust. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, benti á að komið hefði verið á fót tilsjónarnefnd með stjórnendum Landspítalans undir forystu Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Nefndin ætti meðal annars að leggja til nýja rekstrarstefnu. Benti Ögmundur á að fram hefði komið á vefmiðlum RÚV og Morgunblaðsins um helgina að Vilhjálmur vildi skoða hvort gera ætti Landspítalann að opinberu hlutafélagi en nefndin hefði ekki tekið ákvörðun um neitt. Yrði það hins vegar gert myndi það auka sveigjanleika í rekstri sjúkrahússins. Spurði Ögmundur hvort það kæmi virkilega til greina hjá ríkisstjórnarflokkunum að Landspítalinn yrði gerður að hlutafélagi. Engin stefna mörkuð um breytt rekstrarform Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist hafa heyrt hugmyndina um að Landspítalinn yrði opinbert hlutafélag hjá öðrum af forstjórum spítalans. Sagði hann í lagi að velt hugmyndum upp en engin stefna hefði verið mörkuð um breytt rekstrarform. Yrði slík breyting á dagskrá myndi Alþingi fjalla um hana. Benti forsætisráðherra á að tilsjónarnefnd spítalans hefði tillögurétt um þessi efni. Menn yrðu einnig að hafa í huga í hvaða tilgangi fyrirbærinu opinberu hlutafélagi hefði verið komið á og hvort það hæfði rekstri þar sem nánast allar tekjur kæmu úr ríkisjóði. Þetta þyrfti ekki endilega að vera besta hugmyndin. Ögmundur benti á að hann hefði lesið úr tilvitnun frá formanni tilsjónarnefndarinnar. Vilhjálmur hefði verið formaður Verslunarráðs og nú framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en bæði samtök hefðu haft einkavæðingu almannaþjónustunnar á sinni dagskrá. Spurði Ögmundur hver stefna Samfylkingarinnar væri í málinu og sakaði forsætisráðherra um að neita að svara því afdráttarlaust hvort til greina kæmi að hlutafélagavæða LSH. Forsætisráðherra sagði þingmanninum svella móð og sakaði Ögmund um að vilja svipta Vilhjálm Egilsson málfrelsinu. Hvatti hann menn til að ganga fordómalaust til verka. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Sú hugmynd að breyta Landspítalanum í opinbert hlutafélag þarf ekki endilega að vera sú besta en menn verða að skoða hlutina fordómalaust. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, benti á að komið hefði verið á fót tilsjónarnefnd með stjórnendum Landspítalans undir forystu Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Nefndin ætti meðal annars að leggja til nýja rekstrarstefnu. Benti Ögmundur á að fram hefði komið á vefmiðlum RÚV og Morgunblaðsins um helgina að Vilhjálmur vildi skoða hvort gera ætti Landspítalann að opinberu hlutafélagi en nefndin hefði ekki tekið ákvörðun um neitt. Yrði það hins vegar gert myndi það auka sveigjanleika í rekstri sjúkrahússins. Spurði Ögmundur hvort það kæmi virkilega til greina hjá ríkisstjórnarflokkunum að Landspítalinn yrði gerður að hlutafélagi. Engin stefna mörkuð um breytt rekstrarform Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist hafa heyrt hugmyndina um að Landspítalinn yrði opinbert hlutafélag hjá öðrum af forstjórum spítalans. Sagði hann í lagi að velt hugmyndum upp en engin stefna hefði verið mörkuð um breytt rekstrarform. Yrði slík breyting á dagskrá myndi Alþingi fjalla um hana. Benti forsætisráðherra á að tilsjónarnefnd spítalans hefði tillögurétt um þessi efni. Menn yrðu einnig að hafa í huga í hvaða tilgangi fyrirbærinu opinberu hlutafélagi hefði verið komið á og hvort það hæfði rekstri þar sem nánast allar tekjur kæmu úr ríkisjóði. Þetta þyrfti ekki endilega að vera besta hugmyndin. Ögmundur benti á að hann hefði lesið úr tilvitnun frá formanni tilsjónarnefndarinnar. Vilhjálmur hefði verið formaður Verslunarráðs og nú framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en bæði samtök hefðu haft einkavæðingu almannaþjónustunnar á sinni dagskrá. Spurði Ögmundur hver stefna Samfylkingarinnar væri í málinu og sakaði forsætisráðherra um að neita að svara því afdráttarlaust hvort til greina kæmi að hlutafélagavæða LSH. Forsætisráðherra sagði þingmanninum svella móð og sakaði Ögmund um að vilja svipta Vilhjálm Egilsson málfrelsinu. Hvatti hann menn til að ganga fordómalaust til verka.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira