Innlent

Geir ræðir við Brown um öryggis- og orkumál

MYND/AP

Geir H. Haarde forsætisráðherra fundar með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í Lundúnum á fimmtudaginn kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Gert er ráð fyrir að þeir ræði alþjóðleg efnahagsmál, öryggismál og orkumál. Forsætisráðherra mun einnig funda með David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, en sá fundur fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×