Innlent

Viðbragðsstaða vegna ferjuflugvélar í vanda

Landhelgisgæslan hóf undirbúning björgunaraðgerða og áhöfn danska varðskipsins Vædderen var sett í viðbragðsstöðu í gærkvöldi, eftir að flugmaður á lítilli ferjuflugvél á leið frá Kanada til Keflavíkur, tilkynnti um gangtruflanir í vélinni.

Síðan rofnaði samband við hann. Vélin var þá djúpt norðvestur af landinu og var óttast um afdrif hennar. Nokkru síðar tókst flugmanninum að koma þeim skilaboðum til Flugstjórnar, í gegnum aðra flugvél á svæðinu, að eldsneytisflæði væri komið í lag og hann héldi ferð sinni áfram.

Allt gekk svo að óskum og lenti vélin á Keflavíkurflugvelli í nótt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×