Innlent

Mikið um hraðakstursbrot í og við Hvolsvöll

Svo virðist sem straumur ferðamanna hingað til lands yfir sumarvertíðina sé byrjaður ef marka má tölur lögreglunnar á Hvolsvelli yfir hraðakstursbrot í liðinni viku.

 

Alls voru 47 ökumenn teknir fyrir hraðakstur en þar af var um helmingur þeirra af erlendu bergi brotinn, eða 20 talsins. Sá sem ók hraðast á 138 kílómetra hraða á klukkustund og alls voru sex ökumenn stöðvaðir á hraða fyrir ofan 125 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90. Segir lögregla að það verði að teljast nokkuð mikið.

 

Þá var tvisvar sinnum í vikunni tilkynnt um laus hross við þjóðveginn og er alltaf nokkuð um það að hestar sleppa að þjóðveginum. Alls þrisvar sinnum verið ekið á hross á vegum í sýslunni á undanförnum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×