Kínverjar hvöttu Björgvin til þess að heimsækja Tíbet 21. apríl 2008 17:54 Á föstudaginn lauk opinberri heimsókn Björgvin G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra til Kína. Auk föruneytis ráðherra voru með í för viðskiptasendinefnd frá FÍS og Íslensk-Kínverska verslunarráðinu. Heimsótt var China Import and Export fair í Guangzhou, sem er stærsta vörusýning í Kína með um 800 þúsund fermetra sýningarsvæði. Þá voru nokkur íslensk fyrirtæki með starfsemi í Kína heimsótt. Þar á meðal Landsbanki Íslands og leikfangafyrirtækið MIND í Hong Kong; og Green Diamond og Orka International Ltd.í Zhongshan. Síðast en ekki síst heimsótti viðskiptaráðherra starfsbróður sinn í Beijing, Zhou Bohua og fleiri ráðamenn. Í viðræðum ráðherranna lagði íslenski viðskiptaráðherrann áherslu á gagnkvæman ávinning landanna af auknum viðskiptum og mikilvægi þess að íslensk fyrirtæki geti átt bein og milliliðalaus viðskipti við kínversk fyrirtæki. Ráðherrann lagði einnig áherslu á að virðing mannréttinda væru óaðskiljanlegur hluti viðskipta. Stór hluti ábyrgðarinnar á að hvíla á fyrirtækjunum sjálfum en stjórnvöld eiga að hvetja til aukinnar samfélagslegrar ábyrgðar af þeirra hálfu. Ennfremur lýsti viðskiptaráðherra áhyggjum íslenskra stjórnvalda yfir ástandinu í Tíbet. Kínverski ráðherrann, sem og aðrir kínverskir ráðamenn sem rætt var við í ferðinni, svo sem aðstoðarráðherra utanríkisviðskiptamála og varaformaður China Council of the Promotion of International Trade, hyggst beina því til kínverskra fyrirtækja að gera allt sem hægt er til að auðvelda viðskipti við fyrirtæki í smærri löndum þar sem pantanir eru eðli máls samkvæmt smærri. Ráðherrann varði stórum hluta fundarins í að skýra stöðu mála í Tíbet, frá sjónarhóli Kínverja og hvatti íslenska starfsbróður sinn til að heimsækja Tíbet og kynna sér ástandið með eigin augum. Með ráðherra í för voru Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, Áslaug Árnadóttir, ráðuneytisstjóri, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður ráðherra, Atli Freyr Guðmundsson skrifstofustjóri, Pétur Yang Lee, viðskiptafulltrúi og Skúli J. Björnsson formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Á föstudaginn lauk opinberri heimsókn Björgvin G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra til Kína. Auk föruneytis ráðherra voru með í för viðskiptasendinefnd frá FÍS og Íslensk-Kínverska verslunarráðinu. Heimsótt var China Import and Export fair í Guangzhou, sem er stærsta vörusýning í Kína með um 800 þúsund fermetra sýningarsvæði. Þá voru nokkur íslensk fyrirtæki með starfsemi í Kína heimsótt. Þar á meðal Landsbanki Íslands og leikfangafyrirtækið MIND í Hong Kong; og Green Diamond og Orka International Ltd.í Zhongshan. Síðast en ekki síst heimsótti viðskiptaráðherra starfsbróður sinn í Beijing, Zhou Bohua og fleiri ráðamenn. Í viðræðum ráðherranna lagði íslenski viðskiptaráðherrann áherslu á gagnkvæman ávinning landanna af auknum viðskiptum og mikilvægi þess að íslensk fyrirtæki geti átt bein og milliliðalaus viðskipti við kínversk fyrirtæki. Ráðherrann lagði einnig áherslu á að virðing mannréttinda væru óaðskiljanlegur hluti viðskipta. Stór hluti ábyrgðarinnar á að hvíla á fyrirtækjunum sjálfum en stjórnvöld eiga að hvetja til aukinnar samfélagslegrar ábyrgðar af þeirra hálfu. Ennfremur lýsti viðskiptaráðherra áhyggjum íslenskra stjórnvalda yfir ástandinu í Tíbet. Kínverski ráðherrann, sem og aðrir kínverskir ráðamenn sem rætt var við í ferðinni, svo sem aðstoðarráðherra utanríkisviðskiptamála og varaformaður China Council of the Promotion of International Trade, hyggst beina því til kínverskra fyrirtækja að gera allt sem hægt er til að auðvelda viðskipti við fyrirtæki í smærri löndum þar sem pantanir eru eðli máls samkvæmt smærri. Ráðherrann varði stórum hluta fundarins í að skýra stöðu mála í Tíbet, frá sjónarhóli Kínverja og hvatti íslenska starfsbróður sinn til að heimsækja Tíbet og kynna sér ástandið með eigin augum. Með ráðherra í för voru Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, Áslaug Árnadóttir, ráðuneytisstjóri, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður ráðherra, Atli Freyr Guðmundsson skrifstofustjóri, Pétur Yang Lee, viðskiptafulltrúi og Skúli J. Björnsson formaður Félags íslenskra stórkaupmanna.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira