Innlent

Neytendasamtökin vantar sjálfboðaliða í alls kyns eftirlit

MYND/GVA

Neytendasamtökin óska nú eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í átaksverkefnum sem samtökin beita sér fyrir, þar á meðal eftirliti með verðmerkingum í verslunum og búðargluggum, könnunum á samræmi hilluverðmerkinga og kassaverðs og eftirliti með útrunnum vörum.

Þeir neytendur sem geta séð af stuttum tíma öðru hverju eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Neytendasamtakanna í Reykjavík í síma 545-1200, á Akureyri í síma 462-4118 eða með tölvupósti í netfangið ns@ns.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×