Innlent

Lögregla á Hvolsvelli segir slysum hafa fækkað

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mynd tekin við Kirkjubæjarskóla á Síðu í fyrra.
Mynd tekin við Kirkjubæjarskóla á Síðu í fyrra. MYND/Guðmundur Ingi Ingason

Lögreglan á Hvolsvelli hafði afskipti af 31 ökumanni í vikunni fyrir of hraðan akstur og ók sá sem hraðast ók á 139 km hraða miðað við klukkustund.

Segir þó í tilkynningu frá lögreglunni að menn hafi heldur dregið úr hraðanum það sem af er ári. Frá áramótum hafi 1.771 ökumaður verið stöðvaður fyrir hraðakstur en lögregla hafi orðið vör við fækkun alvarlegra slysa á tímabilinu. Megi þakka það miklu umferðareftirliti sem nú skili sér augljóslega.

Lögreglan á Hvolsvelli beinir þeim tilmælum til ökumanna að gæta varúðar við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem ætla má að börn séu að leik. Einnig eru foreldrar beðnir um að fara yfir leiðir barnanna í skólann með þeim og hafa þá að leiðarljósi að sem minnst sé verið í umferð á leið til og frá skóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×