Innlent

Samþykktu samning um íþróttamannvirki á ÍR-svæði

MYND/Anton

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag drög að samningi við íþróttafélagið ÍR um uppbygginu íþróttamannavirkja í Suður-Mjódd.

Enn fremur samþykkti ráðið þá tillögu borgarstóra að borgarráð beiti sér fyrir því að mikilvæg göngutengsl við Suður-Mjódd verði tryggð sem fyrst þannig að aðgengi barna og annarra gangandi vegfarenda í tengslum við uppbyggingu íþróttamannvirkja og íbúða í Suður-Mjódd verði tryggt. Var málinu í kjölfarið vísað til umhverfis- og samgönguráðs.

Þessu til viðbótar samþykkti borgarráð að kaupa félagsheimili Knattspyrnufélagsins Fram að Safamýri 28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×