Innlent

Undir áhrifum amfetamíns, kannabis og e-töflu við akstur

Tveir ökumenn undir tvítugu voru gripnir við fíkniefnaakstur í umdæmi lögreglunnar á Akranesi í liðinni viku.

Í öðru tilfellinu fundust lítilræði af hassblönduðu tóbaki og hassmoli á farþegunum. Í dagbók lögreglunnar segir að báðir ökumennirnir hafi reynst undir áhrifum kannabisefna og amfetamíns og hjá báðum greindist MDMA sem er uppbyggingarefnið í e-töflum.

Segir lögregla að þetta renni stoðum undir þá kenningu að e-töflur séu aftur orðið vinsælt efni meðal ungmenna en einnig hafi vinsældir LSD aukist aftur meðal neytenda eftir margra ára lægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×