Innlent

Sautján óku of hratt á Seltjarnarnesi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/GVA

Brot 17 ökumanna voru mynduð við hraðaeftirlit lögreglu á Seltjarnarnesi á föstudag.

Tveir óku of hratt á Suðurströnd þegar lögregla fylgdist með ökumönnum í klukkustund eftir hádegi á föstudag en á þeim tíma fóru 144 ökutæki um veginn.

Þá voru 15 myndaðir við hraðakstur á Norðurströnd á jafnlöngum tíma á föstudag, en alls fóru 127 um veginn á meðan á mælingunni stóð. Sá sem hraðast ók var á 75 kílómetra hraða en þarna er 60 km hámarkshraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×