Innlent

Fasteignasamningar ekki færri í mörg ár

Aðeins 45 fasteignakaupsamningar voru gerðir á öllu höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, sem er hið minnsta í mörg ár. Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að sjá sambærilegan meðalfjölda síðustu 12 vikna þrátt fyrir mikla fjölgun fasteigna á þessum 12 árum.

Samningum í Reykjavík fækkaði um rúman helming í síðsutu viku frá meðaltali 12 viknanna á undan eða úr 42 í 20. Engin samningar voru gerðir í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, aðeins sex í Kópavogi á móti 11 að meðaltali síðastliðnar 12 vikur, fimm í Garðabæ þar sem talan stendur í stað og einn á Álftanesi.

Þetta eru aðeins 45 samningar á móti 74 að meðaltali 12 vikurnar á undan. Ef tekið er tillit til annars í Hvítasunnu, sem stytti vikuna, er sanngjarnt að segja að fjöldinn hefði að líkindum lyft sér aðeins yfir 50 sem eftir sem áður má kalla sögulegt lágmark.

Húsnæðiskaupveltan á höfuðborgarsvæðinu náði líka sögulegu lágmarki í síðustu viku fór niður í 1400 milljónir króna eftir að hafa farið upp i röska 9,3 milljarða króna í september í fyrra sem er hátt í sjöfalt hærri upphæð en núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×