Lífið

Unglega Kylie Minogue öll að hressast

Fjölmiðlar vestan hafst dást að útliti söngkonunnar Kylie Minogue, sem er 40 ára, af þeim sökum að hún hefur nánast ekkert breyst útlitslega á 28 árum ef marka má myndir af henni sem birtast í auglýsingum spænsks skartgripaframleiðanda.

Kylie, sem var greind með brjóstakrabbamein fyrir þremur árum, er þekktasta söngkona Ástralíu og ein þekktasta poppsöngkona heims en hún hóf listamannsferil sinn sem leikkona í sjónvarpsþáttunum um Nágranna árið 1980.

'Kylie er fullkomin til að kynna skartgripalínu okkar því hún er sterk og góð fyrirmynd kvenna um allan heim," segir talsmaður auglýsingarherferðarinnar Rosa Tous.

Söngkonan hefur heimstónleikaferð sína, KylieX2008, í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.