Innlent

Ólafur Ragnar ræðir um framtíð orkumála á CNN

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti er í viðtali í þættinum Principal Voices sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni CNN um helgina. Í þættinum er fjallað um framtíð orkumála og er viðtalið við Ólaf Ragnar meðal helstu efnisatriða þáttarins.

„Charles Hodson, einn helsti fréttaþulur CNN, tók viðtalið við forseta á Bessastöðum í aprílmánuði en þá kom sérstakt tökulið frá CNN til landsins og safnaði ítarlegu myndefni um Ísland," segir í tilkynningu frá skrifstofu forsetans.

Þátturinn verður sýndur á heimsrás CNN fjórum sinnum um helgina:

Laugardaginn 21. júní klukkan 6 að morgni að íslenskum tíma og svo klukkan 14 og 19 síðdegis. Hann verður einnig sýndur sunnudaginn 22. júní klukkan 6 að morgni að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×