Bandaríkin senda herafla og hjálpargögn áleiðis til Georgíu 13. ágúst 2008 19:06 Bandaríkjaforseti sagði í dag að stjórn sín myndi nota bæði flugher og landher til að koma hjálpargögnum og lyfjum til Georgíu. Georgíuforseti segist líta svo á að þar með verði flugvellir og hafnir í Georgíu undir bandarískri stjórn og hervernd. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á leið til Georgíu til að sýna stuðning Bandaríkjastjórnar í verki. Bandaríkjaforseti var ómyrkur í máli í garð Rússa í dag, eins og helstu bandamenn hans í Evrópu hafa verið síðustu daga, og er greinilega vantrúaður á heilindi Rússa á Kákasus-svæðinu Uppreisnarmenn frá Suður-Ossetíu hafa í dag farið með ránum og ofbeldi um hús og garða Georgíumanna í Tskhinvali og eru greinilega í hefndarhug. Jafnframt fara georgískir hermenn um og ógna Ossetum. Í Gori í mið-Georgíu hafa rússneskir hermenn dag lagt í rúst georgískar herstöðvar - sem strangt tiltekið er brot á vopnahléssamkomulaginu frá í gær - og ætla greinilega að ganga endanlega frá georgíska hernum áður en þeir fara heim. Fjármálaráðherra Rússa sagði í dag að Rússar muni verja að minnsta kosti 32 milljörðum króna til að endurbyggja ossetíska höfuðstaðinn Tskhinvali sem er í rústum eftir bardagana. Hann lofaði því einnig 160 þúsund króna skaðabótum til hvers íbúa sem orðið hefði fyrir tjóni í bardögunum. Þetta mun augljóslega styrkja enn frekar efnahagstengsl Rússlands og Ossetíu - og þá ekki síður rússnesk gasleiðsla sem verið er að leggja til Tskhinvali. Íbúar í höfuðstaðnum voru um 35 þúsund. Og þegar byssurnar þagna - smám saman - byrja menn að kenna um. Rússum er þegar kennt um að hafa farið offari í þessu stríði - en Saakashvili forseti Georgíu fær áreiðanlega einnig sinn skammt. Hann veðjaði á að her sinn gæti gengið milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum í Ossetíu - en tapaði illilega. Nú er enn ólíklegra en áður að Georgíu takist að halda í aðskilnaðarhéröðin tvö, Suður-Ossetíu og Abkhazíu - að minnsta kosti ekki með góðu. Hvort Saakashvili tekst að halda völdum er önnur saga. Tengdar fréttir Saka Rússa um að rjúfa vopnahlé Georgíumenn sökuðu í dag Rússa um að rjúfa vopnahlé sem samþykkt var í gær með því að senda hersveitir frá Suður-Ossetíu inn í Georgíu og í átt til höfuðborgarinnar Tblisi. 13. ágúst 2008 14:54 Bush skorar á Rússa að hætta hernaðaraðgerðum í Georgíu George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir áhyggjum sínum yfir fréttum af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Georgíu í Hvíta húsinu rétt í þessu. 13. ágúst 2008 15:38 Vopnahlé samþykkt í Georgíu Rússar og Georgíumenn samþykktu í gær vopnahlé eftir fund með Nicholas Sarkozy Frakklandsforseta. 13. ágúst 2008 07:10 Skemmdarverk og rán í Gori Fregnir berast nú af því að rússneskir skriðdrekar hafi sést á ferli í borginni Gori í Georgíu. Samkvæmt fréttavef BBC vinna Rússar nú að því að rústa herstöðvum Georgíumanna þar í borg. 13. ágúst 2008 11:48 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Bandaríkjaforseti sagði í dag að stjórn sín myndi nota bæði flugher og landher til að koma hjálpargögnum og lyfjum til Georgíu. Georgíuforseti segist líta svo á að þar með verði flugvellir og hafnir í Georgíu undir bandarískri stjórn og hervernd. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á leið til Georgíu til að sýna stuðning Bandaríkjastjórnar í verki. Bandaríkjaforseti var ómyrkur í máli í garð Rússa í dag, eins og helstu bandamenn hans í Evrópu hafa verið síðustu daga, og er greinilega vantrúaður á heilindi Rússa á Kákasus-svæðinu Uppreisnarmenn frá Suður-Ossetíu hafa í dag farið með ránum og ofbeldi um hús og garða Georgíumanna í Tskhinvali og eru greinilega í hefndarhug. Jafnframt fara georgískir hermenn um og ógna Ossetum. Í Gori í mið-Georgíu hafa rússneskir hermenn dag lagt í rúst georgískar herstöðvar - sem strangt tiltekið er brot á vopnahléssamkomulaginu frá í gær - og ætla greinilega að ganga endanlega frá georgíska hernum áður en þeir fara heim. Fjármálaráðherra Rússa sagði í dag að Rússar muni verja að minnsta kosti 32 milljörðum króna til að endurbyggja ossetíska höfuðstaðinn Tskhinvali sem er í rústum eftir bardagana. Hann lofaði því einnig 160 þúsund króna skaðabótum til hvers íbúa sem orðið hefði fyrir tjóni í bardögunum. Þetta mun augljóslega styrkja enn frekar efnahagstengsl Rússlands og Ossetíu - og þá ekki síður rússnesk gasleiðsla sem verið er að leggja til Tskhinvali. Íbúar í höfuðstaðnum voru um 35 þúsund. Og þegar byssurnar þagna - smám saman - byrja menn að kenna um. Rússum er þegar kennt um að hafa farið offari í þessu stríði - en Saakashvili forseti Georgíu fær áreiðanlega einnig sinn skammt. Hann veðjaði á að her sinn gæti gengið milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum í Ossetíu - en tapaði illilega. Nú er enn ólíklegra en áður að Georgíu takist að halda í aðskilnaðarhéröðin tvö, Suður-Ossetíu og Abkhazíu - að minnsta kosti ekki með góðu. Hvort Saakashvili tekst að halda völdum er önnur saga.
Tengdar fréttir Saka Rússa um að rjúfa vopnahlé Georgíumenn sökuðu í dag Rússa um að rjúfa vopnahlé sem samþykkt var í gær með því að senda hersveitir frá Suður-Ossetíu inn í Georgíu og í átt til höfuðborgarinnar Tblisi. 13. ágúst 2008 14:54 Bush skorar á Rússa að hætta hernaðaraðgerðum í Georgíu George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir áhyggjum sínum yfir fréttum af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Georgíu í Hvíta húsinu rétt í þessu. 13. ágúst 2008 15:38 Vopnahlé samþykkt í Georgíu Rússar og Georgíumenn samþykktu í gær vopnahlé eftir fund með Nicholas Sarkozy Frakklandsforseta. 13. ágúst 2008 07:10 Skemmdarverk og rán í Gori Fregnir berast nú af því að rússneskir skriðdrekar hafi sést á ferli í borginni Gori í Georgíu. Samkvæmt fréttavef BBC vinna Rússar nú að því að rústa herstöðvum Georgíumanna þar í borg. 13. ágúst 2008 11:48 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Saka Rússa um að rjúfa vopnahlé Georgíumenn sökuðu í dag Rússa um að rjúfa vopnahlé sem samþykkt var í gær með því að senda hersveitir frá Suður-Ossetíu inn í Georgíu og í átt til höfuðborgarinnar Tblisi. 13. ágúst 2008 14:54
Bush skorar á Rússa að hætta hernaðaraðgerðum í Georgíu George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir áhyggjum sínum yfir fréttum af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Georgíu í Hvíta húsinu rétt í þessu. 13. ágúst 2008 15:38
Vopnahlé samþykkt í Georgíu Rússar og Georgíumenn samþykktu í gær vopnahlé eftir fund með Nicholas Sarkozy Frakklandsforseta. 13. ágúst 2008 07:10
Skemmdarverk og rán í Gori Fregnir berast nú af því að rússneskir skriðdrekar hafi sést á ferli í borginni Gori í Georgíu. Samkvæmt fréttavef BBC vinna Rússar nú að því að rústa herstöðvum Georgíumanna þar í borg. 13. ágúst 2008 11:48