Innlent

Sendi 11 SMS með hótunum um líkamsmeiðingar og líflát

Ákæra á hendur þrítugum karlmanni sem sakaður er um hótanir í garð annars manns var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gær.

Maðurinn er sakaður um að hafa sent tæplega fimmtugum karlmanni 11 SMS-skilaboð sem innihéldu meðal annars hótanir um líkamsmeiðingar og líflát sem voru til þess fallið að valda honum ótta um líf sitt og velferð. Þá er manninum einnig gefið að sök að hafa ekið bifreið án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna á Selfossi þar til lögregla stöðvaði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×