Innlent

Skiptar skoðanir á þingflokksfundi Samfylkingarinnar

Skiptar skoðanir voru á þingflokksfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var í gær að beiðni Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra. Þórunn fór fram á að þingflokkurinn hittist og fundaði um yfirlýsingar ráðherra flokksins varðandi fyrirhuguð álver.

Þingmenn sem Vísir ræddi við í dag voru fámálir um efni fundarins og vildu lítið tjá sig. Vísir hefur hinsvegar heimildir fyrir því að óánægjuraddir hafi verið viðraðar á fundinum með yfirlýsingar Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, og Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, varðandi fyrirhuguð álver á Bakka og í Helguvík.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, staðfesti í samtali við Vísi að til fundarins hafi verið boðað að undirlagi Þórunnar til að ræða umhverfismál en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um fundinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×