Kvenréttindi í hávegum höfð á morgun 19. júní Nanna Hlín Halldórsdóttir skrifar 18. júní 2008 11:12 Kvenréttindadagurinn er haldinn hátíðlegur á morgun en þá eru 93 ár síðan konur fengu í fyrsta sinn kosningarétt til alþingis. Kvenréttindafélag Íslands verður með dagskrá í tilefni dagsins auk þess sem blað þeirra 19. júní verður gefið út. Misjafnar skoðanir eru á því hvernig eigi að berjast fyrir réttindum kvenna og hvort það þurfi yfirhöfuð. Margrét Sverrisdóttir telur baráttuna þokast fremur hægt en að ný jafnréttislög séu skref í rétta átt á meðan Sigríður Andersen telur það ekki hlutverk ríkisvaldsins að skipta sér að lífi einstaklinga á þann hátt. Dagskrá Kvenréttindafélagsins hefst kl 16.15 þegar farið verður í kvennasögugöngu frá horni Þingholtstrætis og Antmannsstígs. Kl. 17.00 er svo móttaka að Hallveigarstöðum en um kvöldið verður kvennamessa við þvottalaugarnar í Laugadal þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir predikar.Baráttan mætti þokast hraðarMargrét SverrisdóttirVísir sló á þráðinn til Margrétar Sverrisdóttur, formanns Kvenréttindafélags Íslands. ,, Brýnustu úrlausnarefnin eru því miður klassísk, það eru launarmunur kynjanna, fjölgun kvenna í stjórnir fyrirtækja sem og í stjórnmálum." Baráttan mætti þokast hraðar að hennar sögn en þó væru ný jafnréttislög skref í rétta átt. Hún vill einnig fagna því sem þegar hefur þokast eins og feðraorlofinu sem hefur gert foreldra jafnari og breytt hugarfari atvinnurekenda.Eitt af vandamálunum í dag væri að ungum konum hætti til að treysta því að góð menntun fleytti þeim áfram á meðan í samfélaginu væri oft ofurtrú á ungum karlmönnum eins og til dæmis varðandi störf í bankageiranum. Annað vandamál væri að margir spjallþættir væru fremur karllægir og þá helst þeir sem vörðuðu stjórnmál að miklu leyti.Ímyndir skipta höfuðmáli samkvæmt Margréti og gagnrýndi hún hve oft auglýsingar sýna konur sem annað hvort auðmjúkar karlmönnum eða aðeins sem kynverur. Hún taldi hins vegar þau réttindi sem konur í Svíþjóð hafa verið að berjast fyrir að fá að fara berbrjósta í sund væru sjálfsögð réttindi og frekar skref í þá átt að líkami konunnar væri ekki alltaf tengdur við kynferðislega hegðun. Hún benti einnig á að passa þyrfti að umræðan færi ekki á skjön, að áherslan væri á aðalatriðin fremur en aukaatriði sem rifist væri sífellt um.Ríkið forðist forræðishyggju varðandi réttindi kynjannaSigríður AndersenSigríður Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í samtali við Vísi ekki ætla að halda upp á kvenréttindadaginn fremur en aðra daga né að ganga í bleiku eins og tíðkast á þeim degi. Hún sagði þó ,,ætli maður sé ekki að lifa kvenréttindin í bókstaflegri merkingu" og vísaði til þess að mæta í vinnu eins og hvern annan dag. ,,Mér finnst mikilvægt að ríkisvaldið segi hvorki konum né körlum hvernig fjölskyldulífi eigi að vera háttað eins og er gert núna með lögum um fæðingaorlof, þar sem þeim er ekki í sjálfsvald sett hvernig eigi að haga orlofinu." Telur hún hafa verið stigið skref í vitlausa átt með þeirri forræðishyggju sem einkenna þau lög.Hún telur að ekki eiga að einblína á launamun kynjanna heldur fremur á launamun stétta, þeirra stétta sem gætu kallast hefðbundnar kvennastéttir og eru oft á tíðum á vegum ríkis eða bæja. Lausn varðandi þann launarmun telur Sigríður meðal annars liggja í einkarekstri eins og hefur verið að gerast til dæmis með leikskóla. Hún telur mikilvægast að einbeita sér að þvi að tryggja rétt fólks til að velja í stað þess að ríkisvaldið búi til boð og bönn til að tryggja réttindi ákveðins hóps. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Kvenréttindadagurinn er haldinn hátíðlegur á morgun en þá eru 93 ár síðan konur fengu í fyrsta sinn kosningarétt til alþingis. Kvenréttindafélag Íslands verður með dagskrá í tilefni dagsins auk þess sem blað þeirra 19. júní verður gefið út. Misjafnar skoðanir eru á því hvernig eigi að berjast fyrir réttindum kvenna og hvort það þurfi yfirhöfuð. Margrét Sverrisdóttir telur baráttuna þokast fremur hægt en að ný jafnréttislög séu skref í rétta átt á meðan Sigríður Andersen telur það ekki hlutverk ríkisvaldsins að skipta sér að lífi einstaklinga á þann hátt. Dagskrá Kvenréttindafélagsins hefst kl 16.15 þegar farið verður í kvennasögugöngu frá horni Þingholtstrætis og Antmannsstígs. Kl. 17.00 er svo móttaka að Hallveigarstöðum en um kvöldið verður kvennamessa við þvottalaugarnar í Laugadal þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir predikar.Baráttan mætti þokast hraðarMargrét SverrisdóttirVísir sló á þráðinn til Margrétar Sverrisdóttur, formanns Kvenréttindafélags Íslands. ,, Brýnustu úrlausnarefnin eru því miður klassísk, það eru launarmunur kynjanna, fjölgun kvenna í stjórnir fyrirtækja sem og í stjórnmálum." Baráttan mætti þokast hraðar að hennar sögn en þó væru ný jafnréttislög skref í rétta átt. Hún vill einnig fagna því sem þegar hefur þokast eins og feðraorlofinu sem hefur gert foreldra jafnari og breytt hugarfari atvinnurekenda.Eitt af vandamálunum í dag væri að ungum konum hætti til að treysta því að góð menntun fleytti þeim áfram á meðan í samfélaginu væri oft ofurtrú á ungum karlmönnum eins og til dæmis varðandi störf í bankageiranum. Annað vandamál væri að margir spjallþættir væru fremur karllægir og þá helst þeir sem vörðuðu stjórnmál að miklu leyti.Ímyndir skipta höfuðmáli samkvæmt Margréti og gagnrýndi hún hve oft auglýsingar sýna konur sem annað hvort auðmjúkar karlmönnum eða aðeins sem kynverur. Hún taldi hins vegar þau réttindi sem konur í Svíþjóð hafa verið að berjast fyrir að fá að fara berbrjósta í sund væru sjálfsögð réttindi og frekar skref í þá átt að líkami konunnar væri ekki alltaf tengdur við kynferðislega hegðun. Hún benti einnig á að passa þyrfti að umræðan færi ekki á skjön, að áherslan væri á aðalatriðin fremur en aukaatriði sem rifist væri sífellt um.Ríkið forðist forræðishyggju varðandi réttindi kynjannaSigríður AndersenSigríður Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í samtali við Vísi ekki ætla að halda upp á kvenréttindadaginn fremur en aðra daga né að ganga í bleiku eins og tíðkast á þeim degi. Hún sagði þó ,,ætli maður sé ekki að lifa kvenréttindin í bókstaflegri merkingu" og vísaði til þess að mæta í vinnu eins og hvern annan dag. ,,Mér finnst mikilvægt að ríkisvaldið segi hvorki konum né körlum hvernig fjölskyldulífi eigi að vera háttað eins og er gert núna með lögum um fæðingaorlof, þar sem þeim er ekki í sjálfsvald sett hvernig eigi að haga orlofinu." Telur hún hafa verið stigið skref í vitlausa átt með þeirri forræðishyggju sem einkenna þau lög.Hún telur að ekki eiga að einblína á launamun kynjanna heldur fremur á launamun stétta, þeirra stétta sem gætu kallast hefðbundnar kvennastéttir og eru oft á tíðum á vegum ríkis eða bæja. Lausn varðandi þann launarmun telur Sigríður meðal annars liggja í einkarekstri eins og hefur verið að gerast til dæmis með leikskóla. Hún telur mikilvægast að einbeita sér að þvi að tryggja rétt fólks til að velja í stað þess að ríkisvaldið búi til boð og bönn til að tryggja réttindi ákveðins hóps.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira