Innlent

Líkt og einhver vilji þjóðinni illt með háum stýrivöxtum

Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins.

Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að það sé eins og einhverjir vilji þjóðinni illt með of háum stýrivöxtum. Stýrivaxtapólitíkin er stærsti núverandi vandi íslensks atvinnulífs, að mati Þórs. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Formaðurinn segir að stærsta hagsmunamálið þessa stundina séu vextir. Hann segist ekki botna í því hvernig hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu að það komi sér vel fyrir einhvern að það séu 18% stýrivextir hér á landi. ,,Það að við séum með stýrivexti núna upp á 18% í landinu þegar Norðmenn eru komnir með 1,75 og Bretar og Bandaríkjamenn neðar er eins og einhverjir vilji okkur illt."

Háir stýrivextir eru og hafa verið mesta vandamál íslensks atvinnulífs, að mati Þórs. ,,Ekki bara eftir kreppuna heldur miklu fyrr því þessi einkennilega stefna að halda stýrivöxtum svona gríðarlega háum á Íslandi leiddi auðvitað til þess að fyrir nokkrum fórum við að þurfa að taka erlend lán til að koma okkur út úr þessu og það er búið að vinda upp á sig."

Hægt er að hlusta á viðtalið við Þór í Reykjavík síðdegis hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×