Lífið

,,Ég gafst ekki upp fyrr en þeir réðu mig í vinnu,'' segir Kiddi Bigfoot

Ingólfur H. Ingólfsson og Kiddi Bigfoot.
Ingólfur H. Ingólfsson og Kiddi Bigfoot.

Kiddi Bigfoot eða Kristján B. Jónsson hefur í tugi ára starfað í skemmtanabransanum á Íslandi. Vísir hafði samband við Kristján og spurði hann út í nýjan starfið þar sem hann vinnur fyrir frænda jólasveinsins að eigin sögn.

 

„Ég var í skemmtanabransanum og það gekk ekki nógu vel og ég bakkaði úr honum. Ég vissi af Ingólfi og því sem hann er að gera," svarar Kristján en hann skipti nýverið um starfsvettvang og starfar í dag sem ráðgjafi hjá Sparnaður.is.

 

„Ég var búinn að fræðast um það sem Ingólfur gerir erlendis og búinn að fara á námskeið. Ég gafst ekki upp fyrr en þeir réðu mig í vinnu. Mér finnst hugmyndafræði Ingfólfs svo frábær enda er hann frændi jólasveinsins," segir Kristján.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.